Erfitt að sleppa takinu á sundinu

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er fyrst og fremst hissa eftir þennan árangur,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir en sundkonan úr SH fór á kostum á Íslandsmeistaramóti Sundsambands Íslands í 25 metra laug sem haldið var í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Ingibjörg vann til fimm gullverðlauna á mótinu, í 50 metra baksundi, 50 metra flugsundi, 4x100 metra boðsundi, 4x50 metra skriðsundi og 4x100 metra fjórsundi. Þá fékk hún silfurverðlaun í 4x50 metra skriðsundi en Ingibjörg náði einnig lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið í Glasgow sem fram fer í næsta mánuði í 50 metra skriðsundi, 50 metra flugsundi og 50 metra baksundi.

„Ég er búin að æfa Crossfit frá árinu 2017 og í janúar á þessu byrjaði ég að æfa með keppnishópnum og þar æfum við tvisvar til þrisvar á dag. Ég vissi því, komandi inn í mótið, að ég væri í frábæru formi. Þessi árangur kom mér engu að síður mjög mikið á óvart og ég var alltaf jafn hissa eftir hvert sundið á fætur öðru. Markmiðið fyrir mót var fyrst og fremst að ná lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið í Glasgow. Ég vissi að ég myndi ná því í 50 metra baksundi sem hefur alltaf verið mín sterkasta grein en ég átti ekki von á því að bæta minn besta árangur frá því að ég var í mínu besta sundformi. Að ná lágmarkinu í þremur greinum kom skemmtilega á óvart og eftir á að hyggja er það hálffáránlegt.“

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert