Fyrirliðar og þjálfarar völdu lið tímabilsins

Frá leik KA og HK í bikarúrslitum á síðustu leiktíð.
Frá leik KA og HK í bikarúrslitum á síðustu leiktíð. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Blaksamband Íslands hefur birt lið tímabilsins í Mizuno-deildum karla og kvenna. Fyrirliðar og þjálfarar deildarinnar komu að kosningunni. Þá voru bestu og efnilegustu leikmenn deildanna einnig valdir, sem og dómari ársins. 

Aðeins átti eftir að leika eina umferð í deildarkeppninni þegar Íslandsmótinu var aflýst og þá tókst ekki að leika bikarúrslitaleiki. Var Þróttur Neskaupstað í toppsætinu í karlaflokki með 32 stig, tveimur stigum meira en HK þegar keppni lauk. Í kvennaflokki var KA með 38 stig á toppnum, þremur stigum á undan Aftureldingu. 

Lið ársins í Mizuno-deild kvenna: 

Kantar: María Rún Karlsdóttir (Afturelding) og Helena Kristín Gunnarsdóttir (KA)
Miðjur: Cristina Ferreira (Þróttur R) og Sara Ósk Stefánsdóttir (HK)
Uppspilari: Jóna Margrét Arnarsdóttir (KA)
Díó: Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)
Frelsingi: Kristina Apostolova (Afturelding)
Þjálfari: Ingólfur Hilmar Guðjónsson (Þróttur R)
Efnilegasti leikmaður: Jóna Margrét Arnarsdóttir (KA)
Besti leikmaður: Helena Kristín Gunnarsdóttir (KA)

Lið ársins í Mizuno-deild karla: 

Kantar: Jesus M. Montero (Þróttur Nes) og Mateusz Klóska (Vestri)
Miðjur: Mason Casner (Álftanes) og Galdur Máni Davíðsson (Þróttur Nes)
Uppspilari: Lúðvík Már Matthíasson (HK)
Díó: Miguel Mateo (KA)
Frelsingi: Arnar Birkir Björnsson (HK)
Þjálfari: Raul Rocha (Þróttur Nes)
Efnilegasti leikmaður: Elvar Örn Halldórsson (HK)
Besti leikmaður: Lúðvík Már Matthíasson (HK)

Dómari ársins: Sævar Már Guðmundsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert