McGregor vill berjast við þingmanninn

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

MMA-stjarnan Conor McGregor gæti mætt hnefaleikara í hringnum öðru sinni. 

ESPN greinir frá því að McGregor eigi í viðræðum við Manny Pacquiao og eru viðræðurnar komnar á alvarlegt stig eins og það er orðað. 

Nú vill svo til að báðir eru með sama umboðsmanninn og því ekki flókið að byggja brú á milli þeirra. 

McGregor sendi frá sér tíst þar sem hann segir að Pacquiao verði næsti andstæðingur og þeir muni mætast í Mið-Austurlöndum en ekki var það skilgreint nánar. 

Umræðan er ekki ný af nálinni en McGregor lýsti yfir áhuga fyrr á þessu ári. McGregor barðist gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather árið 2017 en tapaði eftir 10 lotur. 

Manny Pacquiao er einn þekktasti hnefaleikari á þessari öld en hann vann 62 bardaga af 71 á ferlinum. Hann er orðinn 41 árs og er orðinn þingmaður á Filippseyjum. 

Manny Pacquiao.
Manny Pacquiao. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert