Lyfjahneyksli í Rúmeníu

Frá lokaathöfninni á Ólympíuleikunum í London.
Frá lokaathöfninni á Ólympíuleikunum í London. CARL COURT

Þrír íþróttamenn frá Rúmeníu, tveir karlar og ein kona, féllu nýlega á lyfjaprófi þegar sýni úr þeim frá Ólympíuleikunum árið 2012 voru rannsökuð aftur. Tvö þeirra unnu til verðlauna á leikunum og missa því ólympíuverðlaunin. 

Öll kepptu þau í ólympískum lyftingum. Roxana Cocos hlaut silfurverðlaun í -69kg flokki kvenna og Ravzan Martin hlaut bronsverðlaun í -69kg flokki.

Gabriel Sincraian sem keppti í -85kg flokki féll einnig en hann hafði ekki unnið til verðlauna. 

Í fyrra hafði Florin Croitoru fallið á lyfjaprófi og því hafa fjögur sem kepptu fyrir Rúmeníu í sömu íþróttagreininni á leikunum 2012 fallið á lyfjaprófi. 

Maryna Shkermankova frá Hvíta Rússlandi fékk bronsverðlaun á eftir Coco á leikunum en féll einnig á lyfjaprófi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert