Páskarnir áttu að vera erilsamir og skemmtilegir

Úr leik Vals og Hauka í síðasta mánuði.
Úr leik Vals og Hauka í síðasta mánuði. Ljósmynd/Árni Torfason

Íþróttafréttamenn áttu heldur betur að eiga annríkt um páskana, enda stóð til að spila heilu umferðirnar á Íslandsmótum í hand- og körfubolta, bæði hjá körlum og konum. Undirritaður sá því fram á að vera önnum kafinn þessa helgina.

Annað kom þó á daginn eftir að yfirvöld boðuðu hertar aðgerðir til að sporna við veirunni góðu, sem nú hefur fylgt okkur í meira en ár. Í staðinn fyrir erilsama en ánægjulega páska, stútfulla af spennandi íþróttaviðburðum, sit ég uppi með allt of mikinn tíma til að skrifa þennan Bakvörð.

Í stað þess að segja frá árangri og afrekum íþróttafólks okkar snúast flestar fréttir um hver er í sóttkví og hver ekki. Landslið karla í knattspyrnu, U21, er búið að koma sér fyrir í sóttkvíargúlaginu í Þórunnartúni og verður þar yfir páska eftir að hafa tekið þátt í Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi á dögunum. Engu máli skiptir að hópurinn var í eins öruggu umhverfi og mögulegt var miðað við aðstæður.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert