Besti árangur Íslendings frá upphafi

Rúnar Örn Ágústsson náði frábærum árangri í Flanders.
Rúnar Örn Ágústsson náði frábærum árangri í Flanders. mbl.is/​Hari

Rúnar Örn Ágústsson náði besta árangri sem Íslendingur hefur náð í karlaflokki á heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum í tímatöku í Flanders í Belgíu í gær.

Rúnar kom í mark á tímanum 55:55 mínútur og hafnaði í 46. sæti en meðalhraði hans var 46,46 km/klst. Í tímatöku karla eru hjólaðir rúmlega 43 kílómetrar.

Rúnar gaf allt í þessa keppni og er sáttur með eigin frammistöðu,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Hjólreiðasambandi Íslands.

Í dag keppa þær Ágústa Edda Björnsdóttir og Bríet Kristý Gunnarsdóttir í tímatöku kvenna en þetta er í þriðja sinn sem Ísland á keppendur á Heimsmeistaramótinu í götuhjólreiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert