Vann nítjánda Íslandsmeistaratitilinn

Egill Blöndal og Anna Soffía Víkingsdóttir voru bæði í eldlínunni …
Egill Blöndal og Anna Soffía Víkingsdóttir voru bæði í eldlínunni í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Anna Soffía Víkingsdóttir vann sinn átjánda og nítjánda Íslandsmeistaratitil í júdó er Íslandsmótið var haldið í Digranesi í gær.

Anna hafði betur gegn Heiðrúnu Pálsdóttur í úrslitum í opnum flokki, sem og í -70kg flokki og varð því tvöfaldur meistari.

Zaza Siminosvhili fagnaði sigri í opnum flokki karla eftir glímu við Egil Blöndal. Siminosvhili hafði fyrr um daginn unnið 73kg flokk og Egill -90kg flokk.

Önnur úrslit:

-70 kg. flokkur kvenna:
Ingunn Rut Sigurðardóttir og Berenika Bernat glímdu til úrslita. Ingunn sigraði nokkuð örugglega en þetta var sjötti Íslandsmeistaratitill Ingunnar.

-66 kg. flokkur karla:

Þar mættust Ingólfur Rögnvaldsson og Daníel Árnason í úrslitum. Glíman var mjög jöfn framan af en um miðja viðureign náði Ingólfur armlás og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.

-81kg. flokkur karla:

Árni Lund og Gísli Egilsson mættust í úrslitum -81kg flokksins. Árni Sigraði á Ippon eftir snarpa viðureign.

-100 kg. flokkur karla:

Þór Davíðsson og Mattíhas Stefánsson glímdu til úrslita og Þór Davíðsson hafði betur.

+100 kg. flokkur karla:
Karl Stefánsson og Sigurður Hjaltason glímdu til úrslita í +100 kg. flokki. Karl sigraði örugglega, en þess má geta að hann er einnig nýkrýndur Norðurlandameistari +100 kg flokki.

mbl.is