Alexandrea fékk silfur á heimsmeistaramóti

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir númer tvö á verðlaunapallnum í Almaty í …
Alexandrea Rán Guðnýjardóttir númer tvö á verðlaunapallnum í Almaty í dag. Ljósmynd/Kraft

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir kraftlyftingakona úr Breiðabliki hlaut í dag silfurverðlaun á heimsmeistaramóti unglinga í bekkpressu sem nú stendur yfir í Almaty í Kasakstan.

Alexandrea keppir í -63 kg flokki og lyfti 112,5 kg, 117,5 kg og loks 125 kg, og bætti þar með sinn besta árangur um tvö og hálft kíló.

Alexandrea keppir einnig í klassískri bekkpressu á mótinu og þá mun Matthildur Óskarsdóttir keppa í -84 kg flokki unglinga á mótinu. Þær keppa báðar á laugardaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert