Tveir Íslendingar á leið til Liverpool

Hildur Maja Guðmundsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir.
Hildur Maja Guðmundsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Hildur Maja Guðmundsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir munu keppa á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Liverpool á Englandi í lok nóvember á þessu ári.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Fimleikasambandið sendi frá sér í dag en þær Hildur Maja og Thelma unnu sér inn keppnisrétt á HM með góðum árangri í fjölþraut á EM í München í Þýskalandi.

Thelma endaði í 42. sæti á EM í greininni með 47,423 stig á meðan Hildur Maja hafnaði í 63. sæti með 44,398 stig.

Þrettán efstu liðin á EM fá sjálfkrafa keppnisrétt á HM og svo fá 24 keppendur, sem eru undanskildir þrettán efstu liðunum, einnig þátttökurétt á mótinu.

Thelma  var því áttundi fjölþrautarkeppandinn til þess að tryggja sér sæti á HM og Hildur 23. keppandinn í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert