Mikið hlegið og mikið grátið

Sturla Snær Snorrason.
Sturla Snær Snorrason. Ljósmynd/SSS

Skortur á fjármagni er ástæðan fyrir því að Sturla Snær Snorrason, fremsti skíðamaður landsins undanfarin ár, ákvað að leggja skíðin á hilluna.

Sturla Snær, sem er 28 ára gamall, hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í svigi og tvívegis í stórsvigi og þá á hann fjöldann allan af Íslands- og bikarmeistaratitlum í unglingaflokki.
Hann  fór meðal annars á tvenna Ólympíuleika fyrir Íslands hönd á ferlinum; til Pyeongchang árið 2018 og til Peking árið 2022.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun,“ sagði Sturla Snær í samtali við Morgunblaðið.
„Ég var búinn að vera velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og að endingu ákvað ég að taka stóra handbremsubeygju og kalla þetta gott. Ég tók þess ákvörðun stuttu áður en ég átti að leggja af stað til Ítalíu til að þess að hefja undirbúningstímabil mitt. Það er margt sem spilar inn í þessa ákvörðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta fyrst og fremst um fjármagn og ég sá einfaldlega ekki fram á að geta fjármagnað tímabilið,“ sagði Sturla.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »