Aftur á hjólið eftir slysið

Jonas Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar undanfarin tvö ár.
Jonas Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar undanfarin tvö ár. AFP/Miguel Riopa

Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard, tvöfaldur meistari á Tour de France, er byrjaður að hjóla að nýju eftir að hafa slasast illa við keppni í Baskalandi á Spáni í síðasta mánuði.

Vingegaard, sem er ríkjandi meistari á Tour de France, viðbeinsbrotnaði og braut nokkur rifbein þegar hann var einn fjölda hjólreiðamanna sem féll við og slasaðist í stórum árekstri í Tour of the Basque Country í byrjun síðasta mánaðar.

Rúmum mánuði síðar er Daninn byrjaður að hjóla utandyra og kvaðst í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X vonast til þess að fá tækifæri til þess að verja titil sinn í Frakklandshjólreiðunum í júlí næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert