Ólafía lék á 81 höggi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, náði sér ekki á strik á fyrri hringnum á úrtökumótinu fyrir Opna bandaríska meistaramótið í Michiganríki í Bandaríkjunum í dag. 

Ólafía skilaði inn sínu versta skori í langan tíma en hún notaði 81 högg á hringnum. Hún á eftir að leika aðrar 18 holur í kvöld en úrtökumótið er 36 holur. 

Eftir þessa spilamennsku eru nánast engar líkur á því að Ólafía nái einum af þeim örfáu sætum sem í boði eru á Opna bandaríska mótinu, sem er eitt af risamótunum í íþróttinni. 

Völlurinn hjá Muskegon Country Club hefur reynst konunum erfiður í dag en besta skorið til þessa er 72 högg. 

mbl.is