Gunnhildur efst eftir fyrsta dag

Berglind Björnsdóttir er í toppbaráttu.
Berglind Björnsdóttir er í toppbaráttu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Gunnhildur Kristjánsdóttir er efst eftir fyrsta dag í Securitas-mótinu í golfi. Leikið er á Grafarholtsvelli og er um lokamót Eimskipsmótaraðarinnar að ræða og aðeins stigahæstu kylfingar taka þátt í mótinu. 

Gunnhildur lék hringinn í dag á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir, Saga Traustadóttir og Berglind Björnsdóttir koma þar á eftir á þremur höggum yfir pari. 

Alls eru þrír hringir leiknir á mótinu og verða nýir stigameistarar krýndir af því loknu. 

mbl.is