Valdís á meðal bestu nýliða

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur spilað vel á árinu.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur spilað vel á árinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Árangur atvinnukylfingsins Valdísar Þóru Jónsdóttur á árinu hefur vakið athygli. Valdís lék þá á sínu fyrsta tímabili í Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi, og var hún samanlagt með fimmta besta árangur nýliða í ár. 

Valdís lék á níu mótum á árinu, komst í gegnum niðurskurðinn á fimm þeirra og hafnaði í þriðja sæti á Sany Ladies Open. Hún tryggði sér áframhaldandi keppnisrétt í mótaröðinni með því að vera í 53. sæti á heildarstigalistanum.

mbl.is