Tiger með á PGA-móti í næsta mánuði

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods greindi frá því í dag að hann muni taka þátt á opna Genesis-mótinu í Los Angeles í næsta mánuði en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Tiger, sem hefur á ferli sínum unnið 14 risamót, sneri til baka inn á golfvöllinn í síðasta mánuði eftir tíu mánaða fjarveru. Hann keppti þá á eigin móti á Bahamas og endaði í 9. sæti af 18 keppendum. Hann kenndi sér ekki meins eftir það mót og lítur björtum augum á árið sem nýgengið er í garð.

Þrálát bakmeiðsli hafa hrjáð kylfinginn um langt skeið og missti hann til að mynda af öllu keppnistímabilinu 2015-16.

mbl.is