Ólafía og Valdís keppa á sama móti

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn. Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir keppa báðar á Classic Bonville mótinu í golfi sem haldið verður í Ástralíu 22.-25. þessa mánaðar.

Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.

Valdís Þóra hóf keppni í nótt að íslenskum tíma á fyrsta móti árs­ins á Evr­ópu­mótaröð kvenna í golfi, Oa­tes Vic-mót­inu sem haldið er í Ástr­al­íu. Hún lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari eins og fram kom á mbl.is í morgun.

mbl.is