Valdís í toppbaráttu – Ólafía rétti sig af

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn. Ljósmynd/GSÍ

Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttunni eftir tvo hringi á Ladies Classic Bon­ville-mót­inu í Ástr­al­íu en mótið er hluti af LET-Evr­ópu­mótaröðinni.

Valdís Þóra lék annan hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og er í 3.-4. sæti á fimm höggum undi pari. Valdís var mjög stöðug í spilamennsku sinni en hún fékk tvo fugla á fyrri níu holunum og lék sjö holur á parinu. Á seinni níu holunum fékk hún einn fugl og einn skolla og kom inn í hús á 70 höggum.

Ólafía Þórunn lék á 70 höggum eins og Valdís Þóra og spilamennska hennar allt önnur heldur en á fyrsta hringnum sem hún lék á 80 höggum. Ólafía krækti sér í sex fugla og fékk tvo skolla. Ólafía er samtals á sex höggum yfir pari og er í 64. sæti og rétt slapp í gegnum niðurskurðinn sem var miðaður við sjö högg yfir pari.

Holly Clyburn frá Englandi er með forystu en hún er sjö höggum undir pari.

Staðan á mótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttunni eftir tvo hringi á Ladies Classic Bon­ville-mót­inu í Ástr­al­íu en mótið er hluti af LET-Evr­ópu­mótaröðinni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék líka á 70 höggum og komst í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir slakan fyrsta hring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert