Tiger snemma á teig

Tiger Woods mundar kylfuna á æfingahring á Augusta vellinum í …
Tiger Woods mundar kylfuna á æfingahring á Augusta vellinum í gær. AFP

Spánverjinn Sergio Garcia á titil að verja á Masters-risamótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíuríki á morgun.

Hann verður í ráshópi með næstefsta manni heimslistans, Bandaríkjamanninum Justin Thomas sem vann sitt fyrsta risamót þegar hann vann PGA-meistaramótið í fyrra, fyrstu tvo keppnisdaga mótsins. Þriðji kylfingurinn í hópnum er hinn tvítugi Doc Redman, sigurvegari bandaríska áhugamannamótsins í fyrra. Þeir fara af stað frekar snemma eða kl. 14.53 á morgun að íslenskum tíma.

Hið sama má segja um Tiger Woods sem unnið hefur Masters fjórum sinnum en misst af mótinu síðustu tvö ár vegna bakmeiðsla. Hann er í ráshópi með Tommy Fleetwood frá Englandi og Marc Leishman frá Ástralíu og þeir slá sín upphafshögg kl. 14.42.

Englendingurinn Justin Rose, sem tapaði fyrir Garcia í bráðabana í fyrra, verður í lokaráshópnum kl. 20 á morgun, ásamt efsta manni heimslistans, Dustin Johnson frá Bandaríkjunum, og Rafael Cabrera-Bello frá Spáni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert