Birgir Björn með naumt forskot

Birgir Björn Magnússon.
Birgir Björn Magnússon. Ljósmynd/Golfsamband Íslands

Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr Keili, er með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Mótið er það fjórða á tíma­bil­inu og fer fram á Hlíðavelli í Mos­fells­bæ.

Birgir lék hringinn í dag á 68 höggum eða fjórum undir pari og er nú á sjö höggum undir pari alls. Næstur kemur Kristján Þór Einarsson úr GM en hann er á sex höggum undir pari eftir að hafa fengið þrjá fugla í röð, síðustu þrjár holurnar.

Þeir Sverrir Haraldsson, GM, og Ingvar Andri Magnússon, GKG, koma næstir á 143 höggum alls eða einu undir pari.

mbl.is