Ólafía langt frá Evian

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að eiga stórkostlegt mót í Portland í Oregon um helgina til að geta unnið sig inn á síðasta risamót ársins, Evian meistaramótið í Frakklandi. Þá er útlitið dökkt varðandi möguleika hennar á að fá áframhaldandi keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni án þess að fara í úrtökumót.

Ólafía er í 137. sæti peningalista LPGA í ár, með 37.207 Bandaríkjadali. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst þarf hún að vinna sig upp um rúmlega 30 sæti, upp fyrir Mel Reid frá Englandi sem er í 106. sæti með 79.363 dali á tímabilinu. Ólafía þarf að vera í hópi allra efstu kylfinga í Portland til að ná því. Enn lengra er upp í hóp 100 efstu sem fá keppnisrétt á LPGA á næsta keppnistímabili, en kylfingar í sætum 101-125 fá takmarkaðan keppnisrétt. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert