Allar yfir pari á fyrsta degi

Saga Traustadóttir
Saga Traustadóttir Sigfús Gunnar

Íslenska kvennalandsliðið í golfi hóf keppni á HM áhugamanna í Dublin í gær. Saga Traustadóttir, Helga Kristín Einarsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir skipa lið Íslands og tvö bestu skorin telja eftir hvern keppnisdag.

Ísland er samtals á níu höggum yfir pari eftir fyrsta daginn. Saga lék ágætlega og var á 76 höggum en Helga Kristín á 79 höggum og Ragnhildur á 85 höggum en völlurinn er sem sagt par 73.

Er íslenska liðið í 37. sæti af 55 liðum en Asíubúum gekk áberandi vel á fyrsta degi. Japan er með forystuna á átta höggum undir pari samtals og Kína í öðru sæti á sex undir pari. Auk þess er Suður-Kórea í 3.-4. sæti ásamt Þýskalandi.

Samkvæmt samantekt Golfsambandsins er 24. sæti besti árangur íslenska kvennaliðsins á HM áhugamanna og var það árið 1994. Þá voru þjóðirnar sem tóku þátt þó miklu færri og 29. sætið árið 2014 gæti í þeim samanburði talist betri árangur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert