Leik frestað hjá Ólafíu vegna veðurs

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék ekki þriðja hringinn sinn á lokaúrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina í dag eins og stóð til, þar sem leik var frestað vegna veðurs. 

Mikil rigning hefur verið í Norður-Karólínu í dag og var því ekki hægt að leika á Pinehurst no. 6 vellinum. Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun í staðinn og fara fyrstu kylfingar á flöt í kringum hádegið. 

Ólafía náði sér ekki á strik á fyrstu tveimur dögunum því hún lék á samtals níu höggum yfir pari og var fimm högg­um frá því að kom­ast í hóp 45 efstu kylfinganna, en þeir tryggja sér þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Alls eru sex hringir leiknir á mótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert