Síðasti hringurinn sá versti hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér alls ekki á strik á áttunda og síðasta hring sínum á á loka­úr­töku­móti fyr­ir LPGA-mótaröðina í golfi á NO. 7-vell­in­um í Norður-Karólínu­ríki í dag og lék hún á 80 höggum, átta höggum yfir pari. 

Atvinnukylfingurinn hefur verið langt frá sínu besta á mótinu og komst hún ekki nærri því að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt á mótaröðinni, sem er sú sterkasta í heimi. Ólafía hefur leikið á mótaröðinni síðustu tvö tímabil. 

Ólafía hafnaði í 93. sæti af 100 kylfingum og var 18 höggum frá því að vera á meðal þeirra 45 sem tryggðu sér sæti á mótaröðinni. Jeongeun Lee frá Suður-Kóreu lék best allra eða á 18 höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert