Birgir Leifur stendur vel að vígi

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson lék fjórða og síðasta hringinn á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í Madríd í dag á einu höggi undir pari.

Skagamaðurinn endaði samtals á 13 höggum undir pari og þegar þetta er skrifað er hann í 8.-16.sæti sem tryggir honum farseðilinn í lokaúrtökumótið.

Birgir Leifur fékk einn örn á hringnum í dag, fékk fugla og þrjá skolla og spilaði hringinn á 71 höggi. Hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum, annan á 70 og þriðja hringinn í gær á 68 höggum.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert