Frestað vegna myrkurs hjá Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir klárar annan hringinn í fyrramálið.
Valdís Þóra Jónsdóttir klárar annan hringinn í fyrramálið.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir lék aðeins sjö holur á 2. hring lokamóts Evrópumótaraðarinnar í dag. Rigning hafði áhrif á keppni á fyrsta hring og tókst því ekki öllum að ljúka öðrum hring í dag eins og til stóð.  

Valdís lýkur hringnum í fyrramálið og spilar svo þriðja hring eftir hádegi, komist hún í gegnum niðurskurðinn. Valdís lék á einu höggi undir pari í dag og er á samtals fjórum höggum yfir pari, einu höggi fyrir ofan niðurskurðinn. 

Azahara Muñoz frá Spáni er í efsta sæti á sex höggum undir pari, en leikið er í Andalúsíu á Spáni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert