Guðmundur vann og er kominn á Áskorendamótaröðina

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, hrósaði í dag sigri á Svea Leasing Open mótinu í Svíþjóð en mótið er hluti af Nordic mótaröðinni.

Þetta var þriðji sigur Guðmundar á mótaröðinni á þessu tímabili og tryggði hann sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni út þetta tímabil og á því næsta en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu.

Guðmundur lék þriðja og síðasta hringinn í dag á 67 höggum eða á fimm höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla á hringnum og tvo og lék hringina samtals á 200 höggum eða á 16 höggum undir pari. Hann varð fjórum höggum á undan næstu mönnum.

Aron Bergsson endaði í jafn í 25. sæti á fjórum höggum undir pari en þeir Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson og Andri Þór Björnsson komust ekki áfram í gegnum niðurskurðinn eftir annan hringinn í gær.

mbl.is