McIlroy valinn kylfingur ársins

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy var í dag útnefndur kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni en það voru kylfingar á mótaröðinni sem tóku þátt í kosningunni.

McIlroy hreppti því Jack Nicklaus-viðurkenninguna í þriðja sinn en hann varð einnig fyrir valinu árin 2012 og 2014. N-Írinn hafði betur í baráttunni við Bandaríkjamennina Brooks Koepka, Matt Kuchar and Xander Schauffele.

McIlroy vann þrjú mót á mótaröðinni á tímabilinu og þar á meðal á Tour Champ­i­ons­hip-mót­inu, loka­móti PGA-mót­araðar­inn­ar. Hann varð þar með Fedex-stiga­meist­ari og fékk hæsta verðlauna­fé í sögu mót­araðar­inn­ar eða 15 milljónir dollara sem jafngildir um 1,9 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert