Valdís Þóra bætti sig en er úr leik

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Valdís Þóra Jónsdóttir, at­vinnukylf­ing­ur úr Leyni, bætti sig um sex högg á öðrum hringnum á Hero Women's Indi­an Open-mótinu í golfi en þetta er næstsíðasta mótið á þessu tímabili á Evrópumótaröðinni. Þrátt fyrir betri hring í dag er hún úr leik.

Valdís Þóra lék annan hringinn á 74 höggum, tveimur höggum yfir pari og er því samanlagt á tíu höggum yfir pari. Valdís fékk tvo fugla á hringnum í dag, fjóra skolla og lék tólf holur á pari. 

Hún var að lokum þremur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn og endaði í 79.-87. sæti. Efstu 56 keppendurnir komust áfram.

Staðan á mótinu

mbl.is