Þriggja högga forskot í Japan

Tiger Woods hefur spilað frábært golf í Japan um helgina.
Tiger Woods hefur spilað frábært golf í Japan um helgina. AFP

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er með þriggja högga forskot á Japanann Hideki Matsuyama á  ZOZO-mótinu sem fram fer á Narashino-vellinum í Japan en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.

Tiger spilaði frábært golf á fyrstu þremur keppnishringunum og var samtals á sextán höggum undir pari. Hann hefur byrjað fjórða hringinn mjög vel og er á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu ellefu holurnar.

Japaninn Matsuyama er á fimmtán höggum undir pari eins og sakir standa en hann er kominn á tólftu braut og er á tveimur höggum undir pari í dag. Sungjae Im frá Suður-Kóreu og Gary Woodland frá Bandaríkjunum eru í 3.-4. sæti á tólf höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert