Allt er þegar þrennt er

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, 25 ára, er fjórða íslenska konan til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í heimi á eftir þeirri bandarísku.

Íslandsmeistarinn vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni með góðum árangri á lokaúrtökumótinu á La Manga-golfsvæðinu á Spáni um síðustu helgi þar sem hún lék hringina fimm á samtals þremur höggum yfir pari og endaði í 10.-17. sæti af 120 keppendum. Valdís Þóra Jónsdóttir er einnig með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en hún var þriðji kylfingurinn til þess að tryggja sér þátttökurétt á mótaröðinni, á eftir þeim Ólöfu Maríu Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur.

„Ég er alveg dauðþreytt eftir þessa helgi ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ sagði Guðrún Brá í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég áttaði mig ekki alveg á því í fyrstu að ég hefði tryggt mér sæti á Evrópumótaröðinni en þetta er aðeins byrjað að síast inn í kollinn á mér núna. Markmiðið fyrir árið 2020 var að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni og það tókst. Þetta var skrítið því ég gat í raun ekki sett mér nein önnur markmið fyrr en ég var búin með lokaúrtökumótið, þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvar ég væri að fara spila og hvenær.

Ég spilaði svo mjög stöðugt golf alla fimm dagana á lokaúrtökumótinu. Ég sló mjög vel í mótinu, heilt yfir, og lenti í litlum vandræðum. Pútterinn hefði kannski mátt vera aðeins heitari og ef það hefði gengið betur upp hefði ég endað ofar á skorlistanum. Markmiðið náðist hins vegar og ég geng sátt frá borði.“

Viðtalið í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert