Ragnhildur í kjörstöðu

Ragnhildur Kristinsdóttir á Hlíðavelli.
Ragnhildur Kristinsdóttir á Hlíðavelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er með fjögurra högga forskot þegar níu holur eru eftir af Íslandsmótinu í golfi í Mosfellsbæ. 

Töluverður vindur er í dag og aðstæður erfiðar. Fyrir vikið er hætta á að kylfingar geri mistök sem býður upp á sveiflur. 

Ragnhildur fékk tvo skolla snemma en hefur síðan fengið pör og er samtals á höggi undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir einnig úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili eru á þremur yfir pari samtals. 

Ragnhildur hefur aldrei orðið Íslandsmeistari í fullorðinsflokki. Hún hefur leikið afskaplega vel í fjóra daga og nú er bara spurning um taugarnar til að landa sigrinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert