Frábær árangur á Norður-Írlandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði frábært golf á Norður-Írlandi.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði frábært golf á Norður-Írlandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafnaði í fimmta sæti á Opna norðurírska mótinu í golfi sem fram fór á Galgorm-vellinum í Ballymena á Norður-Írlandi um helgina en mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Guðmundur Ágúst lauk keppni í dag og lék á samtals 67 höggum eða þremur höggum undir pari. Guðmundur hefur spilað frábært golf yfir helgina en hann lék einnig á 67 höggum á föstudaginn síðasta.

Guðmundur lék hringina fjóra á samtals níu höggum undir pari en fyrir mót helgarinnar var níunda sætið hans besti árangur í Áskorendamótaröðinni en þeim árangri náði hann á Írlandi á síðasta ári.

Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt á mótinu og endaði í 33.-36. sæti og Andri Björnsson hafnaði í 48.-50. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert