Meðalkylfingurinn um fimmtugt

Kylfingum hefur fjölgað í öllum aldurshópum, en flestir iðkendur eru …
Kylfingum hefur fjölgað í öllum aldurshópum, en flestir iðkendur eru 60 ára og eldri. mbl.is/Styrmir Kári

Um 20 þúsund kylfingar eru skráðir í 62 golfklúbba víðs vegar um land og hefur fjölgað um tvö þúsund frá síðasta ári. Karlar eru í nokkrum meirihluta þeirra sem skráðir eru í golfklúbba á Íslandi eða 69% á móti 31% kvenna.

Meðalkylfingurinn er gjarnan í kringum fimmtugt, en meðalaldur kvenna er 53 ár og meðalaldur karla 46 ár. Til samanburðar var meðalaldur karla í golfhreyfingunni 47 ár og kvenna 52 ár þegar slíkar tölur voru teknar saman árið 2015, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er meðal þess sem fram kemur á heimasíðu Golfsambands Íslands þar sem fjallað er m.a. um aldur kylfinga, kyn og forgjöf. Börn og unglingar eru 15% af heildarfjölda þeirra sem stunda golf á Íslandi og hefur fjölgað um 26% á milli ára. Nú eru 2.370 kylfingar yngri en 15 ára skráðir í golfklúbba landsins, 1.772 strákar og 598 stelpur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »