Dustin Johnson á 77 höggum

Dustin Johnson á hringnum í gær.
Dustin Johnson á hringnum í gær. AFP

Brooks Koepka byrjaði vel og lék á 5 höggum undir pari á fyrsta hringnum á fyrsta heimsmóti ársins, World Golf Championships, sem lauk í gærkvöldi. Mótið fer fram á Concession vellinum á Flórída en til stóð að það yrði í Mexíkó en var fært vegna heimsfaraldursins. 

Koepka sigraði á móti á PGA-mótaröðinni á dögunum og virðist vera að ná vopnum sínum en meiðsli settu svip sinn á tímabilið hjá honum í fyrra. 

Webb Simpson sem lék vel í fyrra er efstur á 6 höggum undir pari en Englendingurinn Matthew Fitzpatrick lék á sama skori. 

Gamla kempan Sergio Garcia er á 5 undir pari eins og Koepka sem og Kevin Kisner og Billy Horschel. 

Langflestir af snjöllustu kylfingum heims eru með í mótinu eins og jafnan á World Golf Championsips mótunum. Efsti kylfingur heimslistans Dustin Johnson var nánast heillum horfinn í gær og lék á 77 höggum. 

Brooks Koepka á hringnum í gær.
Brooks Koepka á hringnum í gær. AFP
mbl.is