Versti hringur Guðmundar til þessa

Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti erfiðan dag.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti erfiðan dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sér ekki á strik á þriðja hring á Range Servant Chal­lenge-mót­inu í golfi í Malmö í dag. Mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu.

Guðmundur lék vel á fyrsta hring, 68 höggum, og var fjórum höggum undir parinu. Í gær lék hann á 70 höggum, en dagurinn í dag var erfiður og lauk Guðmundur leik á 76 höggum, fjórum höggum yfir pari og er því samtals á tveimur höggum undir pari. 

Íslendingurinn er í 58. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum en fjórði og síðasti hringurinn verður leikinn á morgun. 

Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús léku einnig á mótinu en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert