Efst á Opna breska áhugamannamótinu

Ragnhildur Kristinsdóttir er sem stendur í efsta sæti Opna breska …
Ragnhildur Kristinsdóttir er sem stendur í efsta sæti Opna breska áhugamannamótsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er sem stendur í efsta sæti Opna breska áhugamannamótsins sem fram fer á Barassie-golfvellinum í Kilmarnock í Skotlandi.

Ragnhildur lék fyrstu tvo hringina á samtals sex höggum undir pari og hefur eins höggs forskot á Hönnuh Darling frá Skotlandi sem er tæplega hálfnuð með sinn annan hring á mótinu. 

Hulda Clara Gestsdóttir er í 17. sæti á þremur höggum yfir pari og þá er Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir í 59. sæti á ellefu höggum yfir pari.

Leiknar eru 36 holur með höggleiksfyrirkomulagi en 64 efstu kylfingarnir komast áfram í næstu umferð þar sem holukeppn i tekur við. Í henni eru leiknar 18 holur i hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.

Sigurvegarinn fær keppnisrétt á fjórum risamótum hjá atvinnukylfingum, AIG-mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian-meistaramótinu og Augusta National-meistaramótinu.

mbl.is