Evrópa vann Solheim-bikarinn

Evrópska liðið fagnar sigrinum í nótt.
Evrópska liðið fagnar sigrinum í nótt. Ljósmynd/Tristan Jones/LET

Lið Evrópu reyndist hlutskarpara gegn því bandaríska í Solheim-bikarnum í golfi sem fór fram hjá Inverness golfklúbbnum í Ohio í Bandaríkjunum og lauk í nótt.

Lið Evrópu vann samanlagt 15:13. Eftir að hafa verið með tveggja holu forystu fyrir lokadaginn náði liðið að halda í hana.

Í Solheim-bikarnum keppir Evrópubúi gegn Bandaríkjamanni þar sem stuðst er við sama fyrirkomulag og í Ryder-bikarnum.

Hin finnska Matilda Castrén tryggði sigurinn í nótt með því að eiga eina holu á Lizette Salas og hin danska Emily Kristine Pedersen hafði sömuleiðis betur gegn Danielle Kang en hún átti eina holu á hana að lokinni síðustu viðureign næturinnar og gulltryggði þannig sigurinn.

mbl.is