Komst í gegnum niðurskurðinn í Frakklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili komst í dag í gegnum niðurskurð keppenda að loknum 36 holum á Opna franska mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi. 

Guðrúnu gekk ekki sérlega vel á hringnum í dag og skilaði inn skori upp á 74 högg sem er í hærri kantinum hjá henni. Var hún á þremur yfir pari vallarins og er á þremur yfir pari samtals eftir að hafa leikið á parinu í gær. Guðrún fékk einn fugl, fjórtán pör, tvo skolla en einn tvöfaldan skolla sem er dýrt í þessum gæðaflokki. 

Guðrún Brá féll nokkuð niður listann í dag og er í 55. sæti ásamt fleirum. Hún er akkúrat á niðurskurðar línunni því þær sem eru á þremur yfir og betra skori komast í gegnum niðurskurðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert