Andri Þór komst í gegnum niðurskurð

Kristinn Magnússon/mbl.is

Kylfingurinn Andri Þór Björnsson spilar á PGA Meistaramótinu Landeryd Masters í Svíþjóð. Andri Þór er í 32.-44 sæti og komst í gegnum niðurskurð. 

Andri Þór spilaði seinni hring á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Fyrri hring spilaði hann á 69 höggum eða tveim höggum undir pari.

Niðurskurður var eftir seinni hringinn og miðaði hann við að vera tveim höggum undir pari. Tveir Íslendingar duttu úr leik eftir niðurskurð en það voru þeir Aron Snær Júlíusson sem var þrem höggum yfir pari og Aron Bergsson sem endaði mótið á fjórum höggum yfir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert