Langt frá sínu besta á Máritíus

Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti ekki góðan hring í dag.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti ekki góðan hring í dag. Ljósmynd/Kristján Ágústsson

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var langt frá sínu besta á fyrsta hring á Opna Máritíus mótinu í dag, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð heims.

Guðmundur lék fyrsta hringinn í dag á 78 höggum, sex höggum yfir pari. Hann fékk einn fjórfaldan skolla, einn tvöfaldan skolla, tvo skolla og tvo fugla á hringnum.

Fór fimmta brautin, sem er par 5, illa með Guðmund, því hann lék hana á níu höggum.

Íslenski kylfingurinn verður að leika nær óaðfinnanlega á öðrum hring á morgun, til að eiga einhvern möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert