Patrekur tekur við þjálfun Stjörnunnar

Patrekur í leik með Stjörnumönnum.
Patrekur í leik með Stjörnumönnum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Patrekur Jóhannesson tekur við þjálfun karlaliðs Stjörnunnar í hanknattleik af Kristjáni Halldórssyni eftir tímabilið en Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Patrek til fjögurra ára og tekur samningurinn gildi í sumar.

Jafnhliða þjálfuninni mun Patrekur annast sölu- og markaðsmál fyrir handknattleiksdeild Stjörnunnar.

Patrekur hefur leikið með Garðabæjarliðinu undanfarin ár eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku en hann lék með þýsku liðunum Essen og Minden og með liði Bidasoa á Spáni.

mbl.is

Bloggað um fréttina