SA-konur Íslandsmeistarar

Sarah Smiley skoraði tvö mörk fyrir SA í kvöld.
Sarah Smiley skoraði tvö mörk fyrir SA í kvöld. mbl.is/Þórir Tryggvason

Skautafélag Akureyrar varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í íshokkí sjöunda árið í röð með því að sigra Björninn, 8:1, í úrslitaleik í Skautahöllinni á Akureyri.

Staðan var 2:0 eftir fyrsta leikhluta og 3:0 eftir annan, en í þeim þriðja opnðust allar flóðgáttir og SA komst í 8:0 áður en Bjarnarkonur náðu að svara fyrir sig.

Sarah Smiley og Linda Brá Sveinsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir SA, Thelma  María Guðmundsdóttir, Védís Áslaug Valdemarsdóttir, Birna Baldursdóttir og Diljá Björgvinsdóttir skoruðu mörk SA en Sigríður Finnbogadóttir gerði mark Bjarnarins.

mbl.is