Grótta á toppinn

Unnur Ómarsdóttir var markahæst í kvöld með 7 mörk.
Unnur Ómarsdóttir var markahæst í kvöld með 7 mörk. Styrmir Kári

Kvennalið Gróttu sigraði FH 29:16 er liðin mættust í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld, en leikið var í Kaplakrika.

Grótta var með forystu mest allan leikinn en liðið var með sex marka forystu þegar flautað var til hálfleiks, 13:7.

Liðið hélt uppteknum hætti í þeim síðari og gerði 16 mörk gegn 9 mörkum FH. Lokatölur 29:16 Gróttu í vil sem fer á toppinn.

Grótta er því í 1. sæti deildarinnar með 27 stig eftir sextán umferðir, en ÍBV á þó leik til góða og getur endurheimt toppsætið með sigri á ÍR á morgun.

Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Jóhanna Helga Jensdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1, Steinunn Snorradóttir 1.

Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 4, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Eva Margrét Kristinsdóttir 3, Anna Katrín Stefánsdóttir 2, Arndís María Erlingsdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.

mbl.is