„Þú þarft að hafa ákveðið hungur“

Elías Már Halldórsson lék mjög vel í síðari hálfleik í kvöld þegar Haukar sigruðu Aftureldingu 34:31 í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. 

Elías skoraði alls 6 mörk í kvöld en lék á heildina litið vel fyrir Hauka í allri rimmunni. „Við vorum búnir að tapa þremur í röð á heimavelli og okkur fannst við skulda fólkinu og heimavellinum einn sigur,“ sagði Elías meðal annars þegar mbl.is tók hann tali í kvöld. 

Viðtalið við Elías í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Elías í fangi Péturs Júníussonar í leiknum í kvöld.
Elías í fangi Péturs Júníussonar í leiknum í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári
Leikmenn skulduðu stuðningsmönnunum sigur á heimavelli að mati Elíasar. Hér …
Leikmenn skulduðu stuðningsmönnunum sigur á heimavelli að mati Elíasar. Hér má sjá hluta stuðningsmanna Hauka á leiknum í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is