Öruggur sigur Selfoss í fyrsta leik

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld.
Perla Ruth Albertsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld. mbl.is/Golli

Selfoss er komið með yfirhöndina í einvíginu við HK í undanúrslitunum um sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik eftir sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld, 26:18, fyrir austan fjall.

Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9, en bætti svo vel í eftir hlé og uppskar öruggan átta marka sigur 26:18. Dijana Radojevic var markahæst hjá Selfossi með 9 mörk en hjá HK skoruðu þær Rakel Sigurðardóttir og Sigríður Hauksdóttir 4 mörk hvor.

Tvo sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úr­slita­ein­víg­inu um sæti í efstu deild, en þar verður mót­herj­inn annaðhvort KA/Þór eða FH. Ann­ar leik­ur liðanna fer fram á sunnu­dag.

Selfoss – HK 26:18 (12:9)

Mörk Selfoss: Dijana Radojevic 9, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Adina Maria Ghidoarca 4, Carmen Palamariu 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.
Mörk HK: Rakel Sigurðardóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 3, Aníta Björk Bárðardóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.

mbl.is