Danir mörðu Tékka í riðli Íslands

Birna Berg Haraldsdóttir í leik gegn Dönum í laugardalshöllinni á …
Birna Berg Haraldsdóttir í leik gegn Dönum í laugardalshöllinni á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska kvennalandsliðið í handbolta er enn með fullt hús stiga í riðli 5 í undankeppni EM eftir 21:20-sigur á Tékklandi á heimavelli í dag. Danir eru á toppi riðilsins með fimm stig eftir sigurinn.

Staðan í hálfleik var 13:9, Dönum í vil. Stine Jörgensen skoraði fjögur mörk fyrir danska liðið og var markahæst á meðan Iveta Luzumova skoraði sex mörk fyrir Tékkland. 

Tékkar eru í 2. sæti riðilsins með þrjú stig, Slóvenía í 3. sæti með tvö stig og Ísland rekur lestina með eitt stig. Ísland og Slóvenía mætast á morgun í Slóveníu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert