Elvar Örn og Ester þóttu skara fram úr

Elvar Örn Jónsson átti mjög gott tímabil.
Elvar Örn Jónsson átti mjög gott tímabil. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Eyjakonan Ester Óskarsdóttir voru í kvöld útnefnd bestu leikmenn Íslandsmótsins í handknattleik 2017-2018 og heiðruð fyrir það á lokahófi HSÍ sem nú stendur yfir í Gullhömrum í Reykjavík.

Elvar varð efstur í kosningu á besta leikmanninum en Björgvin Páll Gústavsson markvörður Hauka varð annar og Einar Rafn Eiðsson úr FH þriðji.

Ester Óskarsdóttir átti virkilega gott tímabil.
Ester Óskarsdóttir átti virkilega gott tímabil. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Ester vann kosninguna í kvennaflokki en Framararnir Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir urðu í öðru og þriðja sæti.

Haukur Þrastarson frá Selfossi var valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla og Berta Rut Harðardóttir Haukum efnilegust í Olís-deild kvenna.

Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV fékk Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaður Olís-deildar karla og Ester Óskarsdóttir úr ÍBV fékk Sigríðarbikarinn sem mikilvægust í Olís-deild kvenna.

Patrekur Jóhannesson frá Selfossi var valinn besti þjálfarinn í Olís-deild karla og Ágúst Þór Jóhannsson úr Val var valinn besti þjálfarinn í Olís-deild kvenna.

Í 1. deild karla var Kristófer Dagur Sigurðsson úr HK besti leikmaðurinn, Dagur Gautason úr KA sá efnilegasti og Sverre Jakobsson úr Akureyri var valinn besti þjálfarinn.

Í 1. deild kvenna var Martha Hermannsdóttir úr KA/Þór valin besti leikmaðurinn og Þóra María Sigurjónsdóttir úr Aftureldingu sú efnilegasta. Þjálfari ársins í 1. deild kvenna var valinn var valinn Jónatan Þór Magnússon úr KA/Þór.

Þrír efstu í hverjum flokki fyrir sig voru sem hér segir, í þeirri röð sem verðlaunin voru afhent í kvöld:

Sigríðarbikarinn – Mikilvægasti leikmaður Olísdeildar kvenna:
1. Ester Óskarsdóttir - ÍBV
2. Ragnheiður Júlíusdóttir - Fram
3. Þórey Rósa Stefánsdóttir - Fram

Valdimarsbikarinn - Mikilvægasti leikmaður Olísdeildar karla:
1. Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV
2. Björgvin Páll Gústavsson - Haukar
3. Elvar Örn Jónsson - Selfoss

Þjálfari ársins í Grill 66 deild kvenna:
1. Jónatan Magnússon – KA/Þór
2. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson – ÍR
3. Roland Eradze - FH

Þjálfari ársins í Grill 66 deild karla:
1.Sverre Andreas Jakobsson - Akureyri
2.Jón Gunnlaugur Viggósson – HK
3.Stefán Árnason - KA

Þjálfari ársins í Olísdeild kvenna:
1. Ágúst Jóhannsson - Valur
2. Elías Már Halldórsson - Haukar
3. Örn Þrastarson - Selfoss

Patrekur Jóhannesson er var kjörinn besti þjálfarinn í Olísdeild karla.
Patrekur Jóhannesson er var kjörinn besti þjálfarinn í Olísdeild karla. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Þjálfari ársins í Olísdeild karla:
1. Patrekur Jóhannesson - Selfoss
2. Arnar Pétursson - ÍBV
3. Halldór Jóhann Sigfússon - FH

Efnilegasti leikmaður Grill 66 deildar kvenna:
1. Þóra María Sigurjónsdóttir - Afturelding
2. Elín Rósa Magnúsdóttir - Fylkir
3. Sylvía Björt Blöndal - FH

Efnilegasti leikmaður Grill 66 deildar karla:
1. Dagur Gautason - KA
2. Hafþór Már Vignisson - Akureyri
3. Arnór Snær Óskarsson - Valur

Efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna:
1. Berta Rut Harðardóttir - Haukar
2. Sandra Erlingsdóttir - ÍBV
3. Andrea Jacobsen - Fjölnir

Berta Rut Harðardóttir er efnilegust í Olísdeild kvenna.
Berta Rut Harðardóttir er efnilegust í Olísdeild kvenna. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Efnilegasti leikmaður Olísdeildar karla:
1. Haukur Þrastarsson - Selfoss
2. Viktor Gísli Hallgrímsson - Fram
3. Elliði Snær Viðarsson - ÍBV

Leikmaður ársins í Grill 66 deild kvenna:
1. Martha Hermannsdóttir - KA/Þór
2. Ásdís Guðmundsdóttir - KA/Þór
3. Hulda Bryndís Tryggvadóttir - KA/Þór

Leikmaður ársins í Grill 66 deild karla:
1. Kristófer Dagur Sigurðsson - HK
2. Hafþór Már Vignisson - Akureyri
3. Aki Egilsnes - KA

Leikmaður ársins í Olísdeild kvenna:
1. Ester Óskarsdóttir - ÍBV
2. Þórey Rósa Stefánsdóttir - Fram
3. Guðrún Ósk Maríasdóttir - Fram

Leikmaður ársins í Olísdeild karla:
1. Elvar Örn Jónsson - Selfoss
2. Björgvin Páll Gústavsson - Haukar
3. Einar Rafn Eiðsson - FH

mbl.is