Hyggst steinhætta þjálfun

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins THW Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins THW Kiel. Ljósmynd/THW Kiel

„Þegar samningi mínum lýkur eftir ár þá lýkur ferli mínum sem þjálfari í þýska handboltanum. Ég ætla mér ekki að taka upp þráðinn með öðru liði enda verð ég þá orðinn sextíu ára og búinn að vera þjálfari í deildinni í 22 ár. Tími verður kominn til að kasta mæðinni um stund,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari handknattleiksliðs Kiel, í samtali við Kieler Nachrichten.

„Það getur svo vel verið að ég komi að einhverju starfi hjá Kiel eftir að ég hætti að þjálfa liðið. Mér líður eins og ég sé heitbundinn félaginu,“ sagði Alfreð sem náð hefur einstökum árangri sem þjálfari liðsins í áratug. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert