Áfram raðar Arnór inn mörkum

Arnór Þór Gunnarsson fagnar marki með Bergischer.
Arnór Þór Gunnarsson fagnar marki með Bergischer. Ljósmynd/www.bhc06.de

Frábær byrjun Arnórs Þórs Gunnarssonar í þýsku 1. deildinni í handknattleik heldur áfram en hann skoraði sjö mörk fyrir lið sitt, Berg­ischer, í dag sem dugði þó ekki til í 32:27-tapi gegn Magdeburg.

Arnór er næstmarkahæstur í deildinni með 35 mörk í fjórum leikjum en Bergischer er í 7. sætinu með tvo sigra og tvö töp.

Þá vann Rhein-Neckar Löwen öruggan 36:21-sigur á Bietigheim en Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir ljónin sem eru á toppnum með fullt hús stiga að fjórum umferðum liðnum.

mbl.is