Allt að vinna, engu að tapa

Sigurbergur Sveinsson stekkur upp á móti Karl Konan og Morten …
Sigurbergur Sveinsson stekkur upp á móti Karl Konan og Morten Björnshauge leikmönnum PAUC. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Við höfum allt að vinna, engu að tapa gegn sterku og góðu liði,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í gær þar sem hann var á hraðferð til Aix en Provence, nokkru norðan við Marseille í Frakklandi.

Þar mæta Íslands- og bikarmeistarar liði PAUC (Aix) á morgun í síðari viðureign liðanna í annarri umferð EHF-keppninnar í handknattleik karla. ÍBV-liðið flaug beint til Lyon í Frakklandi í gærmorgun.

ÍBV vann fyrri viðureignina sem fram fór í Vestmannaeyjum á sunnudaginn var með eins marks mun, 24:23, stendur því þokkalega að vígi þegar flautað verður til leiks í Arena Du Pays D'Aix.

„Við ætlum okkur að nýta leikinn til fullnustu. Það eru möguleikar í stöðunni, meðal annars skoraði liðið aðeins 23 mörk gegn okkur í fyrri leiknum sem getur komið sér vel ef út í jafnan leik verður farið,“ segir Erlingur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert